Tuesday, September 16, 2008

leitað að nýju looki

Eftirfarandi mynd mundi ég segja að bæri vitni um að ég hafi meiri frítíma eftir að NYC Soundtracks serían loksins leið undir lok. Vil ég þakka monitor.is fyrir að hafa ofan fyrir mér meðan ég ætti að vera að vinna. Ég var bara ólmur að vita hvernig ég mundi líta út á hinum mismunandi tímabilum liðinar aldar. Persónulega er ég hrifnastur af 1956 (neðst til hægri).

Hugurinn leitar á heimaslóðir. Lendi ég nokkrum tímum áður en Kiddi og Sara ganga kirkjugólfið á laugardeginum. Gott stuff.

Það stefnir allt í það að ég sé að fara að skrifa þriðju færsluna í röð um að ég sé að koma til landsins. Vík af þeirri braut hið snarasta og vill lauslega snerta á þeirri staðreynd að ég var í afslöppun á Union Square að fá mér að borða og ákvað þá Bylgja Ægisdóttir að tölta framhjá. Það virðist vera að hún sé nýflutt til New York. Ég er ennþá að fríka út yfir þeirri súrri tilviljun að hafa rekist á hana.

Hélt garðveislu á sunnudaginn í tilefni endaloka sjónvarpsseríunar. David Garvoille herbergisfélagi minn tók sig saman og smellti af nokkrum myndum.
Hér er ég voldugur við grillið.
Gamli góði bananinn með súkkulaði, hnetum og ís á grillið vakti feiknamikla lukku. Það ásamt handbolta er að slá í gegn í Brooklyn.

Arlavega á heimleið... Pálmi, "take it away"...

Friday, September 5, 2008

Staðfest heimkoma....

Já það er rétt. Smá uppfærsla. Ég mun lenda á skerinu föstudaginn 19. september. og yfirgef pleisið þann 30. sept. Brúðkaup, 3 blikaleikir og Urban föstudagsbolti á dagskrá meðal annars.

Bara svo þú persónulega sért "in the know".

Sjáumst...