
Borgin hefur farið mjúkum höndum um mig og er skemmtileg tilviljun að mitt fyrirtæki (East Pleasant) vann í fyrradag 5 NYC Emmys. Vann ég þar eina styttu. Við vorum með 13 tilnefningar allt í allt en við unnum allar tilnefningarnar fyrir NYC Soundtracks.
Gleðin var rosaleg og var athöfnin á Marriot hótelinu á Times Square. Það er þó munur á NYC Emmy og hinum klassíska Emmy. Eins og nafnið gefur til kynna þá er NYC Emmy's lókal verðlaunahátið sem einbeitir sér að New York borg. Engin ástæða þó til þess að spila verðlaunin niður þar sem markaðurinn í NYC er í stærra lagi ;). Býst ég við styttunni sjálfri eftir 2 mánuði með nafninu mínu á henni.
Annars er það að frétta að á fimmtudaginn flýg ég til L.A. og mun dvelja þar í mánuð. Ástæðan fyrir flutningi mínum þangað er að fyrirtækið mitt er með útibú í L.A. og þeim vantar klippara til þess að klippa klukkutíma þátt. Verkefnið er "raunveruleikaþáttur" um 16 stelpur sem eru að berjast um sæti í strandblaks mótaröð. Það gerist ekki meira L.A. en það.
Er ég að vonast eftir því að geta leigt mér bíl í L.A. og keyra niður til San Fransico eina af helgunum sem ég er þarna.
Eftir mánaðarlanga dvöl mun ég svo fljúga til New York aftur þann 1. Maí. Sama dag og Hrefna og Ingvar lenda í New York þannig að lífið er tiltölulega ljúft þessa daganna.
Þangað til seinna...