Saturday, February 9, 2008

Fögur er hlíðin

Sjaldan hefur maður stokkið jafn mörg skref afturábak og með þessum blessuðu flutningum heim á Kársnesbrautina. Það er alltaf gaman að vera kominn í hlýlegt umhverfi pabba með sínum löngu setningum, prjónaskapnum hjá mömmu, kjarnyrtum athugasemdum Jonna frænda og ég fer sem fæstum orðum um litla bróðir minn Hjörvar.
En það er eitthvað ónátturúlegt við unga sem er orðinn fleygur og jafnvel gott betur en það(vill ég meina) að skríða aftur í hreiðrið.
En vesturbærinn í Kópavogi fer alltaf vel með mann en ég neita því ekki að maður bíður eftir New York.

En maður lokar þessu á litlu laugardagsnúmeri frá David Byrne og félögum frá '85 sem tekur á ferðalögum.

"We know were we are going but we don't know were we've been.
and we know what we knowing but we can't say what we have seen.
and we're not little children and we know what we want.
and the future is certain, give us time to work it out."

Gjörið svo vel og góða helgi.


No comments: